13.6.2010 | 22:01
Snýr Davíð Oddsson aftur?
Það eru kenningar og umræður hér á blogginu um að DO muni snúa aftur og gefa sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins - ég bara vil ekki trúa því að maðurinn væri svo skini skroppinn að leyfa sér það - hvað þá þora! HANN KOLFÉLLI!!!
Hann eða aðrir sem átt hafa setu á þingi frá því fyrir aldamótin, setið í stjórnum ríkisfyrirtækja sem áttu að hafa eftirlit með hagsmunum landsins eða á annan hátt vegna starfa sinna sáu hvað var í gangi og áttu að láta í sér heyra - ALLT ÞETTA FÓLK Á ENGAN MÖGULEIKA Á ENDURKOMU Í FORYSTUSVEITIR LANDSINS!
ÞAU sem enn sitja - og sem voru á þingi þá - og eru enn í afneitun og segjast enga ábyrgð bera - þau MUNU EKKI KOMAST INN Í NÆSTU KOSNINGUM!
Um bloggið
Hrönn Guðmundsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvern viltu sjá sem formann Sjálfstæðisflokksins ?
Benedikta E, 13.6.2010 kl. 22:28
Ég gæti vel sætt mig við Kristján Þór Júlíusson eða Árna Sigfússon svo mér detti strax einhver í hug! OG því ekki að huga að konum líka - Ólöfu Norðdal eða Ragnheiði Elínu Árnadóttur! Þá yrði ég verulega ánægð:)
Það þarf uppstokkun í þessum flokki - sem öllum hinum!
Hrönn Guðmundsdóttir, 14.6.2010 kl. 11:34
PS: Ég gleymdi einnri konu sem er drifkraftur og mér líkar við - Ragnheiður Ríkharðsdóttir:)
Hrönn Guðmundsdóttir, 14.6.2010 kl. 11:41
Davíð er góður stjórnandi, og var ekki hrun um allan heim við gátum ekki verið eina þjóðin sem hefði sloppið við það. Hinns vegar voru bankarnir rændir innan frá og ekki gátu allir séð það fyrirfram, ekki fyrr en of seint!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 15.6.2010 kl. 00:19
Davíð var góður - það er ég sammála þér um Eyjólfur - en hans tími er liðinn og of mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan hann var hér við völd í stjórnmálunum!
OG varðandi HRUNIÐ þá er ferlegt til þess að hugsa að ráðmenn þjóðarinna og stofnana sem áttu að fylgjast með hvernig staða bankanna væri - tækju ekki mark á viðvörunum sem komu erlendis frá - frá hlutlægum fagaðilum - en þeir frekar hlustuðu á RÆNINGJANA og trúðu þeim og þeim uppgjörsskírslum sem lagðar voru fram eins og á aðalfundum - sem var svo ALLT BLEKKING!
Hrönn Guðmundsdóttir, 15.6.2010 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.